VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps þann 13. nóvember 2015 kl. 13:13. Allir aðalmenn mættir. Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

1.    Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs:
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi samþykkt. Varðandi stefnumörkun áætlunarinnar um frekara samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi setur hreppsnefnd þann fyrirvara að ekki verði um fjárhagslegar skuldbindingar að ræða.

2.    Erindi frá Flokkun ehf.:
Erindið snýst um hugsanlegt samstarf í úrgangsmálum á Norðurlandi.  Hreppsnefnd vísar til afgreiðslu 1. dagskrármálsins

3.    Stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga ehf.:
Samþykkt að veita fulltrúa Tjörneshrepps fullt umboð til að samþykkja stofnsamninginn á komandi fundi Héraðsnefndar.

4.    Aðalskipulag:
a) Samþykkt að leggja fyrir Skipulagsstofnun eftirfarandi tillögu að breytingu á kafla 4.1.1. Sértækar reglur fyrir landbúnaðarsvæði:
Felld verður út setningin: „Byggingar þær sem að framan greinir eru allar deiliskipulagsskyldar.“
b) Tekið fyrir erindi frá eigendum Héðinshöfða 1 og 2 þar sem óskað er eftir breytingu á Aðalskipulagi Tjörneshrepps þannig að hægt verði að nýta malarnámu í Stórhól til efnistöku. Jafnframt er óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku allt að 50.000 m3. Katý vék af fundi undir þessum lið.
Samþykkt að senda tillögu til Skipulagsstofnunar um slíka breytingu á aðalskipulaginu. Hreppsnefnd telur ekki unnt að veita framkvæmdaleyfi vegna efnistöku fyrr en niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir.
Hreppsnefnd telur að í báðum tilfellum, a og b, sé um óverulega breytingu að ræða.

5.    Erindi frá Landgræðslu ríkisins:
Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið og annarra verkefna í Tjörneshreppi á árinu 2015 að upphæð kr. 50.000,-
Hreppsnefnd samþykkir styrkbeiðnina.

6.    Greið leið ehf. – hlutafjáraukning:
Samþykkt að falla frá forkaupsrétti á hlut Tjörneshrepps í nýju hlutafé að upphæð kr. 1.100.000,- og kaupa nýtt hlutafé fyrir kr. 157.042,-

7.    Fjárhagsáætlun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir árið 2016:
Fjárhagsáætlun AÞ 2016 samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:20

Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Smári Kárason
Jón Gunnarsson
26.09.2014  |  Hreppsnefnd
24.08.2014  |  Hreppsnefnd
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
21.06.2014  |  Hreppsnefnd
11.06.2014  |  Hreppsnefnd
28.05.2014  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2014  |  Hreppsnefnd
28.04.2014  |  Hreppsnefnd
31.03.2014  |  Hreppsnefnd
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
06.12.2013  |  Hreppsnefnd
28.10.2013  |  Hreppsnefnd
14.10.2013  |  Hreppsnefnd
09.08.2013  |  Hreppsnefnd
19.07.2013  |  Skipulags- og bygginganefnd
29.06.2013  |  Hreppsnefnd
21.04.2013  |  Hreppsnefnd
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
10.01.2013  |  Hreppsnefnd