VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps þann 21. ágúst 2015 kl. 15:15. Allir aðalmenn mættir. Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

1.    Samstarfssamningur um almannavarnir:
Nýr samningur Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps, Tjörneshrepps, Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um samstarf um almannavarnir samþykktur.

2.    Erindi frá eigendum Hallbjarnarstaða I, III og IV, og Ytri-Tungu I.
Bréfritarar fara fram með tvær kröfur. Annars vegar að lagfærðar verði skemmdir á farvegi Hallbjarnastaðaár og hins vegar að komið verði fyrir grjóti í árfarveginum til að mynda skjól fyrir göngusilung.
Í 26. gr. Vatnalaga nr. 15/1923 segir: „Skylt er manni að láta af hendi land sitt og landsafnot hvar og hvenær sem er í þarfir vatnsveitu sveitarfélags, svo og mannvirki, og að þola þær eignarkvaðir, óhagræði og takmörkun á afnotarétti sem vatnsveitan kann að hafa í för með sér, enda komi fullar bætur fyrir.“ Þá er það mat Náttúrustofu Norðausturlands og sérfræðinga hjá Umhverfisstofnun að best sé að ekki verði hróflað meira við svæðinu. Í ljósi þessa hafnar sveitarstjórn fyrri kröfunni algerlega.
Hins vegar telur sveitarstjórn að hugsanlega verði hægt að verða við síðari kröfunni ef bréfritarar leggi fram uppdrætti og önnur gögn um umfang verksins og hvernig það verði framkvæmt.

3.    Staðfesting á undanþágu frá 15. gr. lóðarleigusamnings við Tungulendingu ehf.:
Íslandsbanki hefur óskað eftir því að sveitarstjórn veiti undanþágu frá því ákvæði lóðarleigusamningins sem gerir leigutaka ókleift að framselja hann til þriðja aðila, vegna veðsetningar hússins. Samþykkt að veita undanþáguna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Smári Kárason
Jón Gunnarsson
26.09.2014  |  Hreppsnefnd
24.08.2014  |  Hreppsnefnd
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
21.06.2014  |  Hreppsnefnd
11.06.2014  |  Hreppsnefnd
28.05.2014  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2014  |  Hreppsnefnd
28.04.2014  |  Hreppsnefnd
31.03.2014  |  Hreppsnefnd
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
06.12.2013  |  Hreppsnefnd
28.10.2013  |  Hreppsnefnd
14.10.2013  |  Hreppsnefnd
09.08.2013  |  Hreppsnefnd
19.07.2013  |  Skipulags- og bygginganefnd
29.06.2013  |  Hreppsnefnd
21.04.2013  |  Hreppsnefnd
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
10.01.2013  |  Hreppsnefnd