VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps þann 23. júní kl. 13:00. Allir aðalmenn mættir. Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

1.    Kosningar:
a)    Oddviti og varaoddviti til eins árs:
Steinþór Heiðarsson kosinn oddviti með 5 atkvæðum og Sveinn Egilsson varaoddviti með 5 atkvæðum.
b)    Kjörstjórn:
Kosningu hlutu Eiður Árnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Kristján Kárason.
Til vara: Sigrún Ingvarsdóttir og Sveinn Egilsson.
c)    2 fulltrúar í stjórn Sólvangs:
Kosningu hlutu Margrét Bjartmarsdóttir og Katý Bjarnadóttir.
d)    Fulltrúi á aðalfund Eyþings:
Kosningu hlaut Katý Bjarnadóttir. Til vara: Sveinn Egilsson.
e)    Fulltrúi í stjórn DA sf.:
Kosningu hlaut Steinþór Heiðarsson. Til vara: Smári Kárason.

2.    Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 16. júní sl.:
a)    Umsókn um stöðuleyfi:
Martin Varga, f.h. Tungulendingar ehf., sækir um stöðuleyfi fyrir 15 m2 íbúðargám norðan við eldri hluta söltunarhússins í Tungulendingu frá 15. júní til 30. september 2015. Húsið er upphitað með rafmagni og ætlað sem gistirými fyrir starfsfólk. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að stöðuleyfið verði veitt með því skilyrði að húsið verði málað í lit sem fellur vel að umhverfinu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi en bendir á að betur gæti farið á því að hafa gáminn austan við gamla söltunarskúrinn.


b)    Umsókn um byggingarleyfi:
Steinþór Heiðarsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir 210 m2 flatgryfju í Ytri-Tungu. Steinþór vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að byggingarleyfi fyrir flatgryfju verði veitt.
Sveitarstjórn samþykkir að veita byggingarleyfið.

3.    Vegamál:
Sveitarstjórn Tjörneshrepps mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að fjarlægja ristahlið af þjóðvegi 85 austan við Máná. Telja verður sérlega ámælisvert að þetta skuli gert án nokkurs samráðs við landeigendur og sveitarstjórn enda brot á samkomulagi við Vegagerðina frá 1984. Sveitarstjórn krefst þess að nýtt ristahlið verði sett á þennan stað nú þegar.

4.    Gjaldskrá fyrir Sólvang:
Samþykkt var að dagsleiga fyrir húsið yrði kr. 15.000,- og sólarhringsleiga kr. 25.000,- Einnig að fafmagn á tjaldsvæði kosti kr. 1000,- fyrir fyrsta sólarhringinn en kr. 500,- eftir það.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:25

Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Smári Kárason
Jón Gunnarsson
26.09.2014  |  Hreppsnefnd
24.08.2014  |  Hreppsnefnd
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
21.06.2014  |  Hreppsnefnd
11.06.2014  |  Hreppsnefnd
28.05.2014  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2014  |  Hreppsnefnd
28.04.2014  |  Hreppsnefnd
31.03.2014  |  Hreppsnefnd
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
06.12.2013  |  Hreppsnefnd
28.10.2013  |  Hreppsnefnd
14.10.2013  |  Hreppsnefnd
09.08.2013  |  Hreppsnefnd
19.07.2013  |  Skipulags- og bygginganefnd
29.06.2013  |  Hreppsnefnd
21.04.2013  |  Hreppsnefnd
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
10.01.2013  |  Hreppsnefnd