VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps þann 1. apríl 2015, kl. 13:00.
Mættir voru allir aðalmenn.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

1.    Ársreikningur fyrir árið 2014.:
Oddviti kynnti ársreikninginn.
Rekstrarreikningur:

Tekjur: 27.403.387,-
Gjöld:  26.815.943,-
Rekstrarniðurstaða fyrir vexti: 587.444,-

Fjármunatekjur: 1.124.132,-
Rekstrarniðurstaða af reglulegri starfsemi: 1.711.576,-
Óvenjulegur kostnaður (ljósleiðari): 40.781.094,-
Rekstrarniðurstaða: -39.069.518,-

Efnahagsreikningur:
Fastafjármunir: 18.694.374,-
Veltufjármunir: 24.880.752,-
Eignir:               43.575.127,-
Skuldir:               6.913.100,-

2.    Staða húsvarðar við Sólvang:
Samþykkt að ráða Sigrúnu Ingvarsdóttur í stöðu húsvarðar við Sólvang til 6 mánaða. Starfið verður unnið í verktöku fyrir kr. 40.000,- á mánuði. Verktaki leggur til allar hreinlætisvörur og fær greiddar aukalega kr. 12.000,- fyrir hverja útleigu.

3.    Tungulending – umsókn um rekstrarleyfi:
Martin Varga, kt. 290778-3959, Fossvöllum 2, Húsavík, sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitinga sem forsvarsmaður fyrir Tungulendingu ehf., kt. 500113-2000, í Tungulendingu, Tjörnesi.
Rekstrarleyfi/gististaður: flokkur IV.
Heiti gististaðar: Tungulending Guesthouse.
Sýslumaður óskar eftir umsögn hreppsnefndar. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.    Eyvíkurnáma:
Borist hefur erindi frá Hreini Valtýssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til efnissölu úr námu í Eyvíkurlandi. Samkvæmt upplýsingum hreppsnefndar snýst málið um sölu á allt að 16.000 rúmmetrum. Efnistaka í þessum mæli samræmist ekki Aðalskipulagi Tjörneshrepps 2008-2020 og telur hreppsnefnd því ekki unnt að veita leyfið nema landeigandi geti sýnt fram á að umrætt efni sé til staðar.

5.    Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs:
Borist hefur bréf frá Ólöfu Jósepsdóttur hjá Flokkun á Akureyri, þar sem óskað er eftir samþykki hreppsnefndar fyrir því að fela verkefnisstjórn svæðisáætlunarinnar að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Jafnframt verði verkefnisstjóra falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartímanum.
Hreppsnefnd samþykkir ofangreint.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50.

Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Smári Kárason
Jón Gunnarsson
26.09.2014  |  Hreppsnefnd
24.08.2014  |  Hreppsnefnd
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
21.06.2014  |  Hreppsnefnd
11.06.2014  |  Hreppsnefnd
28.05.2014  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2014  |  Hreppsnefnd
28.04.2014  |  Hreppsnefnd
31.03.2014  |  Hreppsnefnd
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
06.12.2013  |  Hreppsnefnd
28.10.2013  |  Hreppsnefnd
14.10.2013  |  Hreppsnefnd
09.08.2013  |  Hreppsnefnd
19.07.2013  |  Skipulags- og bygginganefnd
29.06.2013  |  Hreppsnefnd
21.04.2013  |  Hreppsnefnd
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
10.01.2013  |  Hreppsnefnd