VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps þann 1. apríl 2015, kl. 10:30.
Mættir voru allir aðalmenn.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

1.    Útboð á sorphirðu.:
Oddviti gerði grein fyrir útboði á sorphirðu. Samþykkt var að ganga til samninga við Íslenska gámafélagið. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 936.100,- á ári.
Fyrirhugað er að flokka sorp í þrjá flokka:
a)    almennt sorp, losað 17 sinnum á ári
b)    endurvinnsluefni, losað 6 sinnum á ári
c)    lífrænt sorp, losað 19 sinnum á ári

Hvert heimili fær sérstaka tunnu eða ílát fyrir viðeigandi sorp. Áætlað er að sorphirða samkvæmt þessu fyrirkomulagi hefjist 1. júní nk.

2.    Staða húsvarðar við Sólvang:
Katý vék af fundi undir þessum lið.
Umsækjendur eru, í stafrófsröð:
Daníel Þór Sveinsson, Sigrún Ingvarsdóttir og Sverrir Einarsson.
Oddvita var falið að ganga til samninga við Sigrúnu Ingvarsdóttur.

3.    Breytingar á samþykktum Héraðsnefndar Þingeyinga:
Sveitarstjórn Tjörneshrepps lýsir stuðningi við drög að nýjum samþykktum fyrir Héraðsnefnd þar sem gert er ráð fyrir að nefndinni verði breytt í byggðasamlag.

4.    Ríkisstuðningur vegna ljósleiðaraframkvæmda:
Oddviti greindi frá hugmynd um þrýstihóp sveitarfélaga sem þegar hafa ráðist í ljósleiðaravæðingu, til að knýja á um stuðning frá ríkinu til jafns við sveitarfélög sem munu ljósleiðaravæðast á næstu árum. Samþykkt að lýsa stuðningi við framtakið.

5.    Fyrirspurn frá kvenfélaginu Öldunni:
Katý kynnti fyrirspurn frá félaginu um hvort hægt væri að setja upp skáp fyrir leirtau á efri hæð Sólvangs.

6.    Lagt fram til kynningar:
a)    Afgreiðsla bæjarráðs Norðurþings á erindi frá Leigufélagi Hvamms ehf.
b)    Plastpokalaus heimili

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 12:10

Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Smári Kárason
Jón Gunnarsson
26.09.2014  |  Hreppsnefnd
24.08.2014  |  Hreppsnefnd
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
21.06.2014  |  Hreppsnefnd
11.06.2014  |  Hreppsnefnd
28.05.2014  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2014  |  Hreppsnefnd
28.04.2014  |  Hreppsnefnd
31.03.2014  |  Hreppsnefnd
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
06.12.2013  |  Hreppsnefnd
28.10.2013  |  Hreppsnefnd
14.10.2013  |  Hreppsnefnd
09.08.2013  |  Hreppsnefnd
19.07.2013  |  Skipulags- og bygginganefnd
29.06.2013  |  Hreppsnefnd
21.04.2013  |  Hreppsnefnd
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
10.01.2013  |  Hreppsnefnd