VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
27.11.2014  |  Hreppsnefnd

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps 27. nóvember 2014, kl. 13:30.
Mættir voru allir aðalmenn.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

1.    Samningur vegna uppgjörs á Sorpsamlagi Þingeyinga:
Oddviti kynnti drög að samkomulagi um útgöngu Skútustaðahrepps, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar úr félaginu. Samþykkt var að veita oddvita umboð til að undirrita samkomulagið.


2.    Málefni DA sf.:
Oddviti fór yfir síðasta stjórnarfund DA og kynnti umræðu um málssókn á hendur ríkinu varðandi húsaleigu vegna hjúkrunarrýma í Hvammi. Einnig að rekstur félagsins yrði með sama hætti og verið hefur skv. samningi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga út árið 2015 og að tekið yrði lán til að greiða upp yfirdráttarlán Hvamms.


3.    Umsögn Umhverfisstofnunar um lagnaleið í Hallbjarnarstaðagili:
Oddviti kynnti umsögn Umhverfisstofnunar sem telur ekki ástæðu til að grípa til neinna aðgerða enda munu ummerkin veðrast nokkuð hratt og ættu að verða lítt sýnileg að nokkrum árum liðnum. Hreppsnefnd lítur svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu.


4.    Fundargerð Héraðsnefndar Þingeyinga 20. nóvember 2014:
Lögð fram til kynningar


5.    Samningur um umsjón með ljósleiðarakerfi:
Samþykkt að semja við Tengi hf. um að hafa umsjón með ljósleiðarakerfi hreppsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.40.

Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Smári Kárason
Jón Gunnarsson

26.09.2014  |  Hreppsnefnd
24.08.2014  |  Hreppsnefnd
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
21.06.2014  |  Hreppsnefnd
11.06.2014  |  Hreppsnefnd
28.05.2014  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2014  |  Hreppsnefnd
28.04.2014  |  Hreppsnefnd
31.03.2014  |  Hreppsnefnd
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
06.12.2013  |  Hreppsnefnd
28.10.2013  |  Hreppsnefnd
14.10.2013  |  Hreppsnefnd
09.08.2013  |  Hreppsnefnd
19.07.2013  |  Skipulags- og bygginganefnd
29.06.2013  |  Hreppsnefnd
21.04.2013  |  Hreppsnefnd
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
10.01.2013  |  Hreppsnefnd