VEÐRIÐ Í DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
17.10.2014  |  Hreppsnefnd

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps 17. október 2014 kl. 13:30. Mætt voru Steinþór Heiðarsson, Katý Bjarnadóttir, Jón Gunnarsson, Sveinn Egilsson og Jónas Jónasson í forföllum Smára Kárasonar. Oddviti setti fund og stjórnaði honum.


1. Brunavarnasamningur:
Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri, kom á fundinn og kynnti drög að brunavarnasamningi milli Tjörneshrepps og Slökkviliðs Norðurþings. Grímur gerði grein fyrir rekstrarkostnaði slökkviliðsins og kröfum sem það þarf að uppfylla skv. lögum en hvorttveggja hefur stóraukist frá gildistöku eldri samnings. Hlutur Tjörneshrepps í rekstrarkostnaðinum verður 2,5% eða um kr. 1.500.000,- miðað við núverandi umfang.


2. Rekstrarframlag til Sorpsamlags Þingeyinga:
Oddviti kynnti fundargerð hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga þar sem heimilað var að kalla eftir allt að kr. 15.000.000,- í rekstrarframlag frá hluthöfum. Hlutur Tjörneshrepps er 1,48% sem þýðir allt að 222.000 kr. Samþykkt.


3. Sólvangur:
Samþykkt að kaupa skjávarpa og tjald til nota í Sólvangi. Oddvita falið að annast málið.


Lagt fram til kynningar:
a)    Boð Íslandspósts á fund um „Póstþjónustu framtíðarinnar“.
b)    Ályktun Samtaka ungra bænda um varðveislu landbúnaðarlands.


Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 15:00.


Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Jónas Jónasson
Jón Gunnarsson

26.09.2014  |  Hreppsnefnd
24.08.2014  |  Hreppsnefnd
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
21.06.2014  |  Hreppsnefnd
11.06.2014  |  Hreppsnefnd
28.05.2014  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2014  |  Hreppsnefnd
28.04.2014  |  Hreppsnefnd
31.03.2014  |  Hreppsnefnd
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
06.12.2013  |  Hreppsnefnd
28.10.2013  |  Hreppsnefnd
14.10.2013  |  Hreppsnefnd
09.08.2013  |  Hreppsnefnd
19.07.2013  |  Skipulags- og bygginganefnd
29.06.2013  |  Hreppsnefnd
21.04.2013  |  Hreppsnefnd
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
10.01.2013  |  Hreppsnefnd