VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
13.04.2016  |  Hreppsnefnd

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps þann 13. apríl 2016 í Sólvangi.

Allir aðalmenn mættir. Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

1.      Sólvangur:

Sigrún Ingvarsdóttir, húsvörður, mætti á fundinn. Hún ræddi um framtíðarsýn fyrir húsið, lagfæringu og þrif. Einnig að í húsið vantaði fleiri samstæða stóla og gróðursetja þyrfti tré meðfram lóðinni til að mynda skjól. Samþykkt var að fá Eyþór H. Björnsson til að grafa rásir fyrir skjólbelti. Einnig að athuga með að fá smíðað grill.

Sigrún lagði fram kröfu um 20.000 króna hækkun á verktakagreiðslu fyrir umsjón með húsinu og var hún samþykkt.

 

2.      Stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs.:

Tekinn var fyrir stofnsamningur HNÞ bs. með breytingum eftir ábendingar frá innanríkisráðuneytinu. Samningurinn samþykktur og oddvita falið að undirrita hann fyrir hönd Tjörneshrepps.

Þá var kosið í fulltrúaráð HNÞ. Kosningu hlaut Steinþór Heiðarsson og til vara Sveinn Egilsson.

 

3.      Ábyrgðir vegna Leigufélags Hvamms ehf.:

Tekin var fyrir beiðni Price Waterhouse Coopers vegna ársreikninga um staðfestingu eigenda á að þeir muni styðja félagið, a.m.k. út rekstrarárið 2016 og var hún samþykkt. Þá var samþykkt að Tjörneshreppur takist á hendur sjálfskuldarábyrgð vegna 10 milljón króna yfirdráttarheimildar á tékkareikningi Leigufélagsins og ábyrgist Íslandsbanka skilvísa og skaðlausa greiðslu að hámarki kr. 92.000,- í samræmi við eignarhlut sinn.

 

4.      Rekstrarstaða DA sf./Hvamms:

Ljóst er að rekstur DA er mjög þungur og þörf er á auknum framlögum frá eigendum félagsins.

 

5.      Lagt fram til kynningar:

a)      Ályktun stjórnar Hrafnabjargavirkjunar um tillögu að Rammaáætlun.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:20

 

Katý Bjarnadóttir

Steinþór Heiðarsson

Sveinn Egilsson

Smári Kárason

Jón Gunnarsson

26.09.2014  |  Hreppsnefnd
24.08.2014  |  Hreppsnefnd
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
21.06.2014  |  Hreppsnefnd
11.06.2014  |  Hreppsnefnd
28.05.2014  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2014  |  Hreppsnefnd
28.04.2014  |  Hreppsnefnd
31.03.2014  |  Hreppsnefnd
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
06.12.2013  |  Hreppsnefnd
28.10.2013  |  Hreppsnefnd
14.10.2013  |  Hreppsnefnd
09.08.2013  |  Hreppsnefnd
19.07.2013  |  Skipulags- og bygginganefnd
29.06.2013  |  Hreppsnefnd
21.04.2013  |  Hreppsnefnd
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
10.01.2013  |  Hreppsnefnd