VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps þann 3. febrúar 2015, kl. 13:30.
Mættir voru allir aðalmenn.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

1.    Greið leið ehf.:
Samþykkt var að auka hlutafjáreign í Greiðri leið. Talsvert er af óseldu hlutafé úr síðustu hlutafjáraukningu og ákveðið var að nýta forkaupsrétt að því.

2.    Erindi frá Landgræðslu ríkisins:
Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“ og annarra verkefna í Tjörneshreppi á árinu 2014. Samþykkt var að veita Landgræðslunni 50.000,- kr. styrk.

3.    Menningarmiðstöð Þingeyinga - MMÞ:
Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður, kom á fundinn og kynnti starfsemi MMÞ.

4.    Fyrirspurn frá Martin Varga f.h. Tungulendingar ehf. um snjómokstur:
Samþykkt var að veita fyrirspyrjanda kr. 200.00,- í styrk vegna snjómoksturs á framkvæmdatíma.

5.    Gæðahandbók byggingafulltrúa:
Kynnt var erindi frá Félagi byggingafulltrúa varðandi gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingafulltrúa. Einnig erindi frá Gauki Hjartarsyni, skipulags- og byggingafulltrúa, og gæðahandbók sem notuð er í Norðurþingi. Samþykkt var að innleiða gæðahandbókina í Tjörneshreppi.

6.    Fundur um svæðisáætlun um úrgangsmál:
Samþykkt að Smári Kárason verði fulltrúi á fundi um málið á Akureyri 4. febrúar nk.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50.

Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Smári Kárason
Jón Gunnarsson
13.12.2016  |  Hreppsnefnd
17.10.2016  |  Hreppsnefnd
19.09.2016  |  Hreppsnefnd
20.06.2016  |  Hreppsnefnd
13.04.2016  |  Hreppsnefnd
15.12.2015  |  Hreppsnefnd
11.12.2015  |  Hreppsnefnd
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
16.06.2015  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2015  |  Hreppsnefnd
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
16.12.2014  |  Hreppsnefnd
08.12.2014  |  Hreppsnefnd
27.11.2014  |  Hreppsnefnd
17.10.2014  |  Hreppsnefnd
29.09.2014  |  Hreppsnefnd