VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
30.07.2014  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps 30.7.2014, klukkan 13:30.
Allir aðalmenn mættir. Oddviti setti fund.

1.    Tengingar og frágangur ljósleiðarakerfis:
Farið var yfir tilboð frá Tengi hf. í uppsetningu og tengingar ljósleiðarakerfis. Heildarkostnaður vegna vinnu við tengingu 29 húsa og frágang á 15 tengiholum, ásamt öllum búnaði er kr. 7.186.773,- Samþykkt var að sveitarfélagið eigi kerfið eins og reiknað hafi verið með. Tilboðið samþykkt með ofangreindum kostnaði.

2.    Sorpsamlag Þingeyinga
Oddviti fór yfir hluthafafund, aðalfund og stjórnarfundi Sorpsamlags Þingeyinga þar sem framtíð félagsins var rædd. Vilji er hjá Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi til að slíta samstarfinu og leysa upp félagið. Stefnt er að því að slitum verði lokið um næstu áramót. Ákveðið var að fresta ákvörðun um endurfjármögnun eða uppgreiðslu á hluta sveitarfélagsins í láni Sorpsamlagsins frá Lánasjóði sveitarfélaga.

3.    Viðauki við fjárhagsáætlun 2014:
Samþykkt var að hækka útgjaldaliðinn „Óreglulegir liðir“ um kr. 30.000.000,- vegna lagningar, tenginga og uppsetningar á ljósleiðara.

4.    Refaveiðar:
Samningur við Umhverfisstofnun um endurgreiðslu á 30% hlut í kostnaði við refaveiðar samþykktur.

5.    Landbótaáætlun:
Kynnt bréf frá Landgræðslunni. Málinu vísað til búnaðarfélagsins.

6.    Framkvæmdir í Tungulendingu:
Farið var yfir framkvæmdir í Tungulendingu og eru þær á áætlun.

7.    Lagt fram til kynningar:
a)    Ársskýrsla og ársreikningur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2013
b)    Ársreikningur Sorpsamlags Þingeyinga 2013
c)    Ársreikningur Héraðsnefndar Þingeyinga 2013
d)    Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 23.7.2014
e)    Fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Þingeyinga 22.6.2014
f)    Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga 7.7.2014
g)    Fundargerð hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga 25.07.2014

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Katý Bjarnadóttir
Steinþór Heiðarsson
Sveinn Egilsson
Smári Kárason
Jón Gunnarsson
13.12.2016  |  Hreppsnefnd
17.10.2016  |  Hreppsnefnd
19.09.2016  |  Hreppsnefnd
20.06.2016  |  Hreppsnefnd
13.04.2016  |  Hreppsnefnd
15.12.2015  |  Hreppsnefnd
11.12.2015  |  Hreppsnefnd
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
16.06.2015  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2015  |  Hreppsnefnd
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
16.12.2014  |  Hreppsnefnd
08.12.2014  |  Hreppsnefnd
27.11.2014  |  Hreppsnefnd
17.10.2014  |  Hreppsnefnd
29.09.2014  |  Hreppsnefnd