VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
20.02.2014  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps fimmtudaginn 20. febrúar 2014 kl. 16:30

Allir aðalmenn voru mættir.

1.    Staðfesting á bókun símafundar 26. janúar sl.:
Eftirfarandi bókun var gerð: Borist hefur erindi frá Jóni Heiðari Steinþórssyni dagsett 22. jan. sl. þar sem óskað er leyfis til að breyta skráningu á fasteigninni 216-5504 úr geymslu í íbúðarhús. Erindið samþykkt.

2.    Sorphirðumál:
Ákveðið var að taka upp flokkun á heimilissorpi, svonefnt þriggja tunnu kerfi. Þá var ákveðið að halda almennan sveitarfund til að kynna tilhögun við flokkunina.

3.    Samningur um gerð útboðsgagna vegna ljósleiðara:
Samþykktur var samningur um gerð útboðsgagna vegna ljósleiðara á milli Tjörneshrepps og fyrirtækisins Netkerfi og tölvur ehf. á Akureyri. Verktakinn tekur að sér að hanna útboðsgögn fyrir verkefnið „Ljósleiðaralagnir í Tjörneshreppi“ fyrir kr. 2.141.000,- m. vsk.
Samþykkt var að þeir aðilar sem ekki eru heimilisfastir í hreppnum greiði heimtaugargjald kr. 100.000,- pr. hús.

4.    Skipulagsmál í tengslum við stóriðju á Bakka:
Oddviti kynnti bréf og uppdrætti frá skipulags- og byggingafulltrúa Norðurþings vegna skipulagsmála tengdum Bakka þar sem Tjörneshreppi er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum vegna deiliskipulags 2. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Sveitarstjórn telur ekki tilefni til að gera athugasemdir við tillögurnar.

5.    Starfshlutfall húsvarðar í Sólvangi:
Miðað við þá reynslu sem komin er frá því að húsvörður var ráðinn við Sólvang var ákveðið að lækka laun hans frá og með 1. mars nk. í kr. 20.000,- á mánuði þar sem í verkið fara aðeins 10-20 klukkutímar pr. mánuð.

6.    Styrkbeiðni frá HSÞ:
Óskað er eftir styrk frá hreppnum að upphæð kr. 75.000,- vegna Landsmóts 50+ og aldarafmælis HSÞ. Erindið samþykkt.

Lagt fram til kynningar:

Svar Norðurþings dags. 28. janúar 2014 við umsögn Tjörneshrepps um breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings frá 7. október sl.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 18:00

Eiður Árnason
Steinþór Heiðarsson
Jóhanna R. Pétursdóttir
Jón Gunnarsson
Smári Kárason
13.12.2016  |  Hreppsnefnd
17.10.2016  |  Hreppsnefnd
19.09.2016  |  Hreppsnefnd
20.06.2016  |  Hreppsnefnd
13.04.2016  |  Hreppsnefnd
15.12.2015  |  Hreppsnefnd
11.12.2015  |  Hreppsnefnd
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
16.06.2015  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2015  |  Hreppsnefnd
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
16.12.2014  |  Hreppsnefnd
08.12.2014  |  Hreppsnefnd
27.11.2014  |  Hreppsnefnd
17.10.2014  |  Hreppsnefnd
29.09.2014  |  Hreppsnefnd