VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
18.12.2013  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps miðvikudaginn 18. desember 2013 kl. 20:30 í Sólvangi. Allir sveitarstjórnarmenn voru mættir.

1.    Ákvörðun útsvarsprósentu:
Útsvarsprósenta fyrir komandi ár var ákveðin 14,09% með fyrirvara um samþykki Alþingis fyrir hækkun hámarksútsvars úr 14,48% í 14,52%

2.    Fjárhagsáætlun 2014 – síðari umræða:
Áætlunin afgreidd með rekstrarniðurstöðu upp á kr. 3.000.000,- í hagnað.

3.    Fjárhagsáætlun 2015-2017:
Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2015-2017 var samþykkt. Rekstrarafgangur áætlaður kr. 7.500.000,- hvert ár.

4.    Bréf frá EFS:
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir upplýsingum um árshlutauppgjör og fjármálastjórn sveitarfélagsins. Oddvita falið að svara bréfinu.

5.    Fjarskiptamál:
Oddviti hefur haft samband við Ragnar Jóhann Jónsson, endurskoðanda, um að gera mat á þeim áhrifum sem framkvæmdir við lagningu ljósleiðara komi til með að hafa á fjárhag sveitarfélagsins, eins og mælt er fyrir um í 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Smári greindi frá drögum að samkomulagi við Orkuveitu Húsavíkur um lagningu ljósleiðarans í gegnum Húsavíkurbæ.

6.    Verkefnasjóður ÞÞ:
Tillaga að fjármögnun Verkefnasjóðs Þekkingarnets Þingeyinga hefur borist. Skipting er samkvæmt höfðatöluútreikningi. Hlutur Tjörneshrepps yrði þá 1,1% og var það samþykkt.

7.    Forkaupsréttur að hlutafé í Greiðri leið ehf.:
Við útboð á auknu hlutafé, 40 millj. kr., var sú ákvörðun tekin að nýta ekki forkaupsrétt hreppsins enda kominn fram aðili sem er tilbúinn að auka hlutafé sitt um áðurnefndar 40 m. kr.

8.    Landgræðslan – beiðni um styrk:
Farið er fram á styrk frá hreppnum vegna verkefna ársins 2013 kr. 50.000,-
Samþykkt.

9.    Snorraverkefnið – beiðni um styrk:
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

10.    Ari Trausti Guðmundsson – beiðni um styrk:
Óskað er eftir styrk vegna gerðar sjónvarpsþátta um ströndina frá Húsavík til Bakkafjarðar. Samþykktur styrkur kr. 75.000,-

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 22:00

Eiður Árnason
Steinþór Heiðarsson
Jóhanna R. Pétursdóttir
Jón Gunnarsson
Smári Kárason

13.12.2016  |  Hreppsnefnd
17.10.2016  |  Hreppsnefnd
19.09.2016  |  Hreppsnefnd
20.06.2016  |  Hreppsnefnd
13.04.2016  |  Hreppsnefnd
15.12.2015  |  Hreppsnefnd
11.12.2015  |  Hreppsnefnd
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
16.06.2015  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2015  |  Hreppsnefnd
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
16.12.2014  |  Hreppsnefnd
08.12.2014  |  Hreppsnefnd
27.11.2014  |  Hreppsnefnd
17.10.2014  |  Hreppsnefnd
29.09.2014  |  Hreppsnefnd