VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
21.04.2013  |  Hreppsnefnd

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps sunnudaginn 21. apríl kl. 20:30.


Allir sveitarstjórnarmenn voru mættir og auk þess tveir fulltrúar frá Kvenfélaginu Öldunni, Erla Bjarnadóttir og Margrét Bjartmarsdóttir.


Oddviti setti fund og stjórnaði fundi.

1.    Erindi frá Kvenfélaginu Öldunni:
Samþykkt að kaupa leirtau í Sólvangi af félaginu á kr. 50.000,-
Einnig samþykkt að taka boði félagsins um að sauma ný gluggatjöld í sal og við senu, og að velja filmu á glugga á snyrtingum og efni í gardínur. Hreppurinn greiðir efnið.
Kvenfélagið fær afnot af húsinu eins og það þarf og á móti sér það um hreingerningu á húsinu einu sinni á ári.

2.    Ársreikningur 2012:
Farið var yfir reikningana.
Heildartekjur voru 26.928.255 kr.
Heildargjöld voru  14.121.080 kr.
Fjármunatekjur:       1.041.688 kr.
Rekstrarniðurstaða: 13.848.863 kr.
Reikningarnir samþykktir.

3.    Erindi frá Sigrúnu Ingvarsdóttur:
Komnar eru fram 1) tillaga að deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka ásamt umhverfisskýrslu, og 2) skipulags- og matslýsing vegna urðunarsvæðis fyrir sorp í Laugardal. Sigrún óskar eftir upplýsingum um viðbrögð sveitarstjórnar.
Athugasemdum við fyrri tillöguna skal skila í síðasta lagi 16. maí nk. Sveitarstjórn telur rétt að boða til almenns sveitarfundar um það mál.

4.    Erindi frá Garðarshólmi:
Á fundinn mættu Árni Sigurbjarnarson frá Garðarshólmi og Einar Gíslason frá Hvalasafninu á Húsavík og kynntu hugmyndir um samstarf þessara fyrirtækja sem hugmyndir eru um að verði báðar staðsettar í sama húsi.
Sveitarstjórn lýsir stuðningi við þá hugmynd og felur oddvita að semja viljayfirlýsingu þar um.

5.    Sorphirða:
Oddvita falið að ræða við framkvæmdastjóra Sorpsamlagsins um breytt fyrirkomulag sorphirðu í kjölfar þess að brennslu var hætt.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 22:15.

Eiður Árnason
Steinþór Heiðarsson
Jóhanna R. Pétursdóttir
Jón Gunnarsson
Smári Kárason

13.12.2016  |  Hreppsnefnd
17.10.2016  |  Hreppsnefnd
19.09.2016  |  Hreppsnefnd
20.06.2016  |  Hreppsnefnd
13.04.2016  |  Hreppsnefnd
15.12.2015  |  Hreppsnefnd
11.12.2015  |  Hreppsnefnd
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
16.06.2015  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2015  |  Hreppsnefnd
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
16.12.2014  |  Hreppsnefnd
08.12.2014  |  Hreppsnefnd
27.11.2014  |  Hreppsnefnd
17.10.2014  |  Hreppsnefnd
29.09.2014  |  Hreppsnefnd