VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
15.03.2013  |  Hreppsnefnd
Fundur var haldinn í sveitarstjórn 15. mars 2013 kl. 16:30.
Allir sveitarstjórnarmenn voru mættir nema Smári Kárason.
Oddviti stjórnaði fundi.

1.    Samningar um sölu söltunarhúss og lóðarleigu í Tungulendingu lagðir fram. Samningarnir samþykktir athugasemdalaust.

2.    Erindi frá Náttúrustofu Norðausturlands:
Hingað til hafa aðeins tvö sveitarfélög, Norðurþing og Skútustaðahreppur, greitt um 30% af rekstrarkostnaði á móti framlagi ríkisins. Samþykkt var að Tjörneshreppur verði þátttakandi í rekstri Náttúrustofu Norðausturlands frá og með þessu starfsári.

3.    Erindi frá Landgræðslu ríkisins:
Landgræðslan fer fram á að Tjörneshreppur styrki verkefnið „Bændur græða landið“ á árinu 2012 um kr. 65.000,- Erindið samþykkt.

4.    Erindi frá Stígamótum:
Farið er fram á fjárstuðning við starfsemina. Samþykkt að verða við þeirri ósk og styrkja Stígamót um kr. 100.000,-

5.    Erindi frá Fræðslu og forvörnum:
Farið er fram á 10.000 kr. styrk vegna útgáfu bókar um forvarnir gegn ávana- og fíkniefnum. Erindið samþykkt.

6.    Endurnýjun samnings við Markaðsstofu Norðurlands:
Nýr samningur samþykktur fyrir árin 2013-2015, óbreyttur. Framlag ársins kr. 27.500,- miðað við íbúatölu.

7.    Bókasafnsmál:
Lögum samkvæmt ber sveitarfélaginu skylda til að leggja fram fé til bókasafns þótt það sé ekki starfrækt innan sveitarfélagsins. Samþykkt var að leita samstarfs við Bókasafn Húsavíkur um fasta greiðslu pr. íbúa kr. 5000,-

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 17:45.

Eiður Árnason
Steinþór Heiðarsson
Jóhanna R. Pétursdóttir
Jón Gunnarsson
13.12.2016  |  Hreppsnefnd
17.10.2016  |  Hreppsnefnd
19.09.2016  |  Hreppsnefnd
20.06.2016  |  Hreppsnefnd
13.04.2016  |  Hreppsnefnd
15.12.2015  |  Hreppsnefnd
11.12.2015  |  Hreppsnefnd
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
16.06.2015  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2015  |  Hreppsnefnd
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
16.12.2014  |  Hreppsnefnd
08.12.2014  |  Hreppsnefnd
27.11.2014  |  Hreppsnefnd
17.10.2014  |  Hreppsnefnd
29.09.2014  |  Hreppsnefnd