VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
19.09.2016  |  Hreppsnefnd

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps Sólvangi þann 19. september 2016 kl 14.

Allir aðalmenn mættir. Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

1.      Staðfesting á fundargerð símafundar 26. júlí 2016:

„Tekið var fyrir eina dagskrármálið, umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku í Hlíðarhornsnámu, allt að 40.000 m3. Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að taka 100.000 m3 til ársins 2020. Erindið samþykkt með fjórum atkvæðum. Jón Gunnarsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.“ Bókun staðfest.

 

2.      Erindi frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga.:

Tekin fyrir beiðni Sparisjóði Suður-Þingeyinga um þátttöku í stofnfjáraukningu sjóðsins. Sveitarstjórn samþykkir að kaupa stofnfé að upphæð kr. 2000.000,-

 

3.      Fjallskil:

Bændasamtök Íslands óska eftir uppslýsingum um stöðu fjallskila í sveitarfélaginu. Oddvita falið að svara bréfinu.

 

4.      Aðalskipulag:

Oddviti greindi frá því að Skipulagsstofnun hefði hafnað breytingatillögu frá 15.12.2015. Eftirfarandi tillaga að óverulegri breytingu á texta aðalskipulags var samþykkt: Í kafla 4.9 Efnistökusvæði, bls. 72, fellur brott setningin „Mjög lítið efni er orðið í námunni við Héðinshöfða og er hún því einungis til heimilisnota.“ Í staðinn kemur eftirfarandi: „Mælingar sýna að umtalsvert nýtanlegt efni er eftir í námunni við Héðinshöfða, allt að 240.000 m3. Ekki er gert ráð fyrir meiri efnistöku en 140.000 m3 á skipulagstímabilinu.“ Jafnframt fellur brott eftirfarandi setning á bls. 73: „Eins og fyrr segir er Héðinshöfðanáman svo til fullnýtt og aðeins til heimilisnota“.“

5.      Sólvangur:

Oddvita falið að leita að nýjum húsverði.

 

6.      Erindi frá kvenfélaginu Öldunni:

Óskað var eftir því að fánastöng yrði sett upp að nýju við Sólvang. Erindið samþykkt.

 

7.      Varmadælur:

Oddvita falið að kanna kostnað við kaup á varmadælum og uppsetningu þeirra við íbúðarhús í sveitarfélaginu og félagsheimili.

 

Fleira ekki gert. Fundið slitið kl. 15:22.

Katý Bjarnadóttir

Steinþór Heiðarsson

Sveinn Egilsson

Smári Kárason

Jón Gunnarsson

 

13.12.2016  |  Hreppsnefnd
17.10.2016  |  Hreppsnefnd
19.09.2016  |  Hreppsnefnd
20.06.2016  |  Hreppsnefnd
13.04.2016  |  Hreppsnefnd
15.12.2015  |  Hreppsnefnd
11.12.2015  |  Hreppsnefnd
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
16.06.2015  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2015  |  Hreppsnefnd
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
16.12.2014  |  Hreppsnefnd
08.12.2014  |  Hreppsnefnd
27.11.2014  |  Hreppsnefnd
17.10.2014  |  Hreppsnefnd
29.09.2014  |  Hreppsnefnd