VEđRIđ ═ DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020
20.06.2016  |  Hreppsnefnd

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Tjörneshrepps þann 20. júní 2016 kl. 13 í Sólvangi.

Allir aðalmenn mættir. Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

1.      Ársreikningur 2015

 

Farið yfir reikninga og endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2015.

Helstu niðurstöðutölur:

            Heildartekjur:             30.423.750,-

            Heildargjöld:              21.166.803,-

            Fjármunatekjur:               172.041,-

            Rekstrarniðurstaða:      9.428.988,-

 

Ársreikningar samþykktir og undirritaðir.

 

2.      Kosningar

a)      Oddviti og varaoddviti til eins árs

Steinþór Heiðarsson kosinn oddviti með 5 atkvæðum.

Sveinn Egilsson kosinn varaoddviti með 5 atkvæðum

b)      3 fulltrúar í kjörstjórn og 2 til vara

Aðalmenn: Eiður Árnason, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Kristján Kárason

Til vara: Sigrún Ingvarsdóttir og Sveinn Egilsson

c)      2 fulltrúar í stjórn Sólvangs

Kosningu hlutu Margrét Bjartmarsdóttir og Katý Bjarnadóttir

d)     Aðal- og varafulltrúi á aðalfund Eyþings

Aðalfulltrúi: Katý Bjarnadóttir

Til vara: Sveinn Egilsson

e)      Aðal- og varafulltrúi í stjórn DA sf.

Aðalfulltrúi: Steinþór Heiðarsson

Til vara: Smári Kárason

 

3.      Kjörskrá vegna forsetakosninga

Kjörskrá yfirfarin og samþykkt athugasemdalaust.

 

4.      Drög að samningi við Norðurþing um leikskólaþjónustu

Sveitarstjórn veitir oddvita umboð til klára þjónustusamning vegan barna með lögheimili í Tjörneshreppi sem vistuð eru í leikskólum Norðurþings.

 

5.      Vegur að Tungulendingu

Oddviti kynnti bréf frá Vegagerðinni, dags. 3. júní 2016, þar sem fram kemur að vegur að Tungulendingu hafi aftur verið tekinn á vegaskrá sem héraðsvegur, skv. beiðni frá sveitarfélaginu 7. apríl sl.

 

6.      Girðingamál

Oddviti greindi frá fundi með Gunnari H. Guðmundssyni og Pálma Þorsteinssyni hjá Vegagerðinni á Akureyri 28. maí sl. um vegagirðingu austan Mánár. Vegagerðin tók að sér að fá verktaka til að ljúka við girðinguna og gera hana fjárhelda þetta árið.

 

7.      Ábyrgðir vegna Leigufélags Hvamms ehf.

Samþykkt var að gangast í einfalda ábyrgð fyrir 0,92% af 10 milljón króna yfirdrætti félagsins. Um leið er samþykkt sveitarstjórnar frá 13. april sl. um sjálfsskuldarábyrgð felld úr gildi.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:20

 

 

Katý Bjarnadóttir

Steinþór Heiðarsson

Sveinn Egilsson

Smári Kárason

Jón Gunnarsson

13.12.2016  |  Hreppsnefnd
17.10.2016  |  Hreppsnefnd
19.09.2016  |  Hreppsnefnd
20.06.2016  |  Hreppsnefnd
13.04.2016  |  Hreppsnefnd
15.12.2015  |  Hreppsnefnd
11.12.2015  |  Hreppsnefnd
13.11.2015  |  Hreppsnefnd
21.08.2015  |  Hreppsnefnd
23.06.2015  |  Hreppsnefnd
16.06.2015  |  Skipulags- og bygginganefnd
16.05.2015  |  Hreppsnefnd
30.04.2015  |  Hreppsnefnd
01.04.2015  |  Hreppsnefnd
03.02.2015  |  Hreppsnefnd
16.12.2014  |  Hreppsnefnd
08.12.2014  |  Hreppsnefnd
27.11.2014  |  Hreppsnefnd
17.10.2014  |  Hreppsnefnd
29.09.2014  |  Hreppsnefnd