VEÐRIÐ Í DAG O.FL.
MÁNÁRBAKKI KÓPASKER  HEKLA KATLA               FRÉTTAVEFIR:  641.IS  640.IS Kópasker     AÐALSKIPULAG: 2008-2020

Fréttir

12.06.2010  |  SÍÐASTI FUNDUR FRÁFARANDI HREPPSNEFNDAR
Fráfarandi hreppsnefndFráfarandi hreppsnefnd Tjörneshrepps hélt sinn síðasta fund í dag 12. júní.  Á næstu dögum tekur við ný hreppsnefnd og er henni óskað velfarnaðar í starfi.
29.05.2010  |  NÝ HREPPSNEFND
 Úrslit hreppsnefndarkosninga í Tjörneshreppi: Á kjörskrá voru 51, atkvæðl greiddu 39 og féllu atkvæði þannig : Jóhanna R. Pétursdóttir 15 atkvæði, Jón Gunnarsson 26 atkvæði, Sigurbjörn Eiður Árnason 24 atkvæði, Smári Kárason 37 atkvæði og Steinþór Heiðarsson 26 atkvæði. Varamenn ...
24.05.2010  |  KOSNINGAR 29. MAÍ 2010
 Hreppsnefndarkosning verður 29. maí 2010. Kjörfundur verður i Sólvangi og hefst kl. 11 fh. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Tjörneshrepps í Ytri-Tungu og er öllum íbúum heimilt að gera við hana athugasemdir fram á kjördag.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og lagðar fram ...
11.05.2010  |  GEFA EKKI KOST Á SÉR
Fráfarandi hreppsnefnd, frá vinstri: Halldór Sigurðsson, Sveinn Egilsson varaoddviti, Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir, Jón Heiðar Steinnþórsson oddviri, Jónas Jónasson.Enginn framboðslisti barst kjörnefnd Tjörneshrepps áður en framboðsfrestur rann út og verður því kosning óhlutbundin. Samkvæmt upplýsingum formanns kjörstjórnar ætlar enginn fráfarandi hreppsnefndarmanna Tjörneshrepps að gefa kost á sér við kosningu til hreppsnefndar í komandi kosningum 29. mai nk.
11.04.2010  |  KYNNING Á AÐALSKIPULAGSDRÖGUM
 Seinni íbúafundur til kynningar á drögum að aðalskipulagi Tjörneshrepps 2008-2020 var haldinn 10. apríl.   Guðrún Jónsdóttir sat fundinn og svaraði fyrirspurnum. Drög að aðalskipulaginu liggja frammi á skrifstofu hreppsins íbúum til skoðunar og er frestur til athugasemda veittur til 18. apríl.